Akstursíþróttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Akstursíþróttir eru greinar íþrótta þar sem ökumenn keppa í akstri vélknúinna ökutækja oftast með því markmiði að fara sem hraðast og vera fyrstur í mark. Keppni í akstursíþróttum er háð leyfi lögreglu þar sem undanþágur eru veittar frá ákvæðum umferðarlaga, sérstaklega um hámarkshraða.

Saga akstursíþrótta á Íslandi nær aftur til þess tíma er fyrsta torfæran var haldin 1965. Bílaklúbbur Akureyrar var stofnaður 1974 og ári síðar var Kvartmíluklúbburinn stofnaður. Árið 1975 var fyrsta rallkeppnin haldin af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda,  FÍB og árið 1977 var Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stofnaður.

Þann 1. september 1978 var Landssamband íslenskra akstursfélaga, LÍA, stofnað.  

Á Íslandi og alþjóðlegum vettvangi er akstursíþróttum skipt í tvær megin greinar. Annars vegar keppnistæki á fjórum hjólum (bílar) og hins vegar keppnistæki á þremur hjólum eða færri (vélhjól).

Sem dæmi um vinsæla keppni á alþjóðlegum vettvangi er Formúla 1.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi akstursíþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.