Afrikaner Weerstandsbeweging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

The Afrikaner Weerstandsbeweging (AWB) eru samtök sem voru stofnuð af Eugene Terre'Blanche árið 1973 til að berjast fyrir sjálfstæðu lýðveldi afríkanskra Búa ("Volkstaat /Boerestaat") innan Suður-Afríku, byggðum á gildum nýfasisma og yfirráðum hvíta kynstofnsins.

Merki AWB, sem berjast fyrir sjálfstæðu lýðveldi afríkanskra Búa innan Suður Afríku, byggðum á gildum nýfasisma og yfirráðum hvíta kynstofnsins.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

„Afrikaner Weerstandsbeweging“ (á ensku: Afrikaner Resistance Movement) eða AWB, voru stofnuð 7. júlí 1973 í bílskúr í bænum Heidelberg í Transvaal-héraði (nú Gauteng), suðaustur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Leiðtogi samtakanna var Terre'Blanche sem hafði barist á sjöunda áratugnum gegn því sem hann kallaði „frjálslynda stefnu“ í B.J. Vorster, þá forsætisráðherra í Suður-Afríku og auknum áhrifum kommúnisma í Suður-Afríku.

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Markmið samtakanna var að koma á fót sjálfstæðu lýðveldi Búa („Boer State“), innan Suður-Afríku. Með því vildi AWB endurheimta það land sem glataðist í seinna Búastríðinu og endurvekja hið sjálfstæða lýðveldi Búa: Suður-Afríska lýðveldið („Zuid-Afrikaansche Republiek“) og Hið frjálsa lýðveldi Oraníu („Oranje Vrystaat“).

Samtökin náðu á sínum tíma 70.000 félagsmönnum af hægri væng hvítra íbúa Suður-Afríku. Megináherslan var á kynþáttahyggju með yfirráðum hvíta kynstofnsins og nýfasisma.