Aflátsbréf
Útlit
Aflátsbréf voru vottorð sem sölumenn páfa seldu til að fjármagna framkvæmdir í Róm. Aflátsbréf áttu að tryggja þeim sem keypti afslátt frá hreinsunareldi eftir dauða. Fyrsta prentaða skjalið úr prentsmiðju Gutenbergs var aflátsbréf. Gagnrýni á sölu aflátsbréfa var lykilatriði í siðbótarhreyfingum. Algengt er að miða upphaf siðbótarinnar við mótmæli Marteins Lúthers við sölu aflátsbréfa kirkjunnar. Þessi bréf voru seld um alla Evrópu til að fjármagna byggingu Péturskirkjunnar í Róm. Sala aflátsbréfa hófst í Þýskalandi árið 1516 og það var munkurinn Jóhannes Tetzel sem sá um sölu þeirra.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Aflátsbréf.