Þakskífuhnoðri
Útlit
(Endurbeint frá Aeonium tabuliforme)
Þakskífuhnoðri | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
Aeonium tabuliforme Webb & Berthel. | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Þakskífuhnoðri (fræðiheiti: Aeonium tabuliforme) er þykkblöðungur af ættinni Crassulaceae. Þakskífuhnoðri vex villt í stórum breiðum í Kanaríeyjum. Þakskífuhnoðri er vinsæl inniplanta.[1]
Blaðhvirfingin, sem er ljósgræn á litinn, er stór og flöt. Til er afbrigði með dökkfjólubláum eða purpururauðum blöðum. Ungu jurtirnar vaxa niðri við jörð en eftir því sem jurtin eldist fær hún stuttan legg. Þegar jurtin er orðin þriggja til fjögurra ára getur hún blómstrað. Blómin eru ljósgul en þau sitja á stöngli sem vex upp úr miðju jurtarinnar. Oftast deyr hún eftir blómgun.[1]
Þakskífuhnoðri dafnar í hlýju og birtu. Til þess að jurtin blómstri þarf hún þurrka.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Aeonium tabuliforme.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Aeonium tabuliforme.