Adrian Newey
Adrian Newey | |
---|---|
Fæddur | Adrian Martin Newey 26. desember 1958 |
Þjóðerni | Breskur |
Störf | Tæknistjóri í Formúlu 1 |
Adrian Martin Newey (f. 26. desember, 1958) er breskur verkfræðingur sem hefur starfað hjá Formúlu 1 liðum allt frá árinu 1988 við að hanna bíla. Newey byrjaði hjá March liðinu og vann sig upp sem tæknistjóri liðsins árið 1990. Liðið hafði þá breytt um nafn á sama ári og hét Leyton House. Tímabilið gekk ekki eins vel og menn vonuðust innan liðsins og Newey var rekinn um sumarið. Ári seinna fékk Newey starf hjá Williams og vann þar náið með Patrick Head tæknistjóra liðsins. Newey var hjá Williams til ársins 1996 og árangur liðsins á þeim tíma sem Newey var þar var mjög góður. Williams urðu 4 sinnum heimsmeistarar bílasmiðja á þeim 6 árum sem Newey var hjá liðinu. Fyrst árið 1992, síðan 1993, 1994 og 1996.
Newey skipti til McLaren árið 1997 frá Williams. Þar var hann til ársins 2005 og liðið vann einu sinni heimsmeistari bílasmiðja og það var árið 1998. Mika Häkkinen var hjá McLaren á nokkrum á þeim árum og var 2 sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 1998 og 1999. Newey fór til Red Bull Racing árið 2006 og hefur verið þar allar götur síðan. Verður þar til ársins 2025 þegar samningur hans verður útrunninn. Newey skrifaði undir samning hjá Aston Martin í september árið 2024 og mun hefja störf þar árið 2025 eftir að samningur sinn hjá Red Bull Racing lýkur. Red Bull Racing hefur 6 sinnum orðið heimsmeistari bílasmiðja á þeim tíma sem Newey hefur verið hjá liðinu, 2010, 2011, 2012, 2013, 2022 og 2023.