Fara í innihald

Fjallaþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Abies lasiocarpa)
Fjallaþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. lasiocarpa

Tvínefni
Abies lasiocarpa
(Hooker) Nuttall
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Barr á fjallaþini
Fjallaþinur í Mount Rainier-þjóðgarðinum í Washington fylki BNA

Fjallaþinur (fræðiheiti: Abies lasiocarpa) er norður-amerísk þintegund af þallarætt.

Útbreiðsla og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Fjallaþinur vex í vesturhluta Norður-Ameríku hátt til fjalla. Hann vex upp í allt að 3500 m hæð í Klettafjöllunum en niður í 500 m í Alaska. Hann þolir illa umhleypinga. Nær allt að 20-30 m hæð, en er runnavaxinn við skógarmörk. Hann er talinn með harðgerðustu tegundum erlendis, en ekki þolinn gagnvart þurrum frostnæðingi. [2] Fjallaþinur er skuggþolinn. Krónan er mjó-keilulaga til næstum súlulaga. Greinar eru útstæðar, næstum láréttar eða lítið eitt niðursveigðar. Ungur börkur er sléttur og silfurgrár en verður að lokum grár eða grábrúnn og rifinn. Könglarnir eru sívalir og uppréttir. [3] Barrið er mjúkt viðkomu og nýtist sem jólaskraut.

Á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
Keilulaga fjallaþinur í Skorradal.

Hefur verið ræktaður hérlendis frá 1905 og til í í flestum landshlutum en best hefur gengið að rækta hann inn til dala. Stálpuð tré finnast í trjásafninu í Hallormsstaðarskógi, 12-15 m há tré sem komu frá Noregi 1937. [4] Einnig eru stæðileg tré í Skorradal og Þjórsárdal. Hæstu tré hafa náð 20 metrum [5][6]. Tilraunir hafa verið gerðar með ágræðslu fjallaþins í Fnjóskadal. Ætlunin er að framleiða úrvalsfræ af fjallaþin til jólatrjáaræktar. [7]

Árið 2016 brotnuðu tveir toppar í stórviðri af aldargömlum fjallaþin í Mörkinni, Hallormsstað. Það er eitt sverasta tré landsins og vinsælt er að klifra í því. [8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). "Abies lasiocarpa". IUCN Red List of Threatened Species. 2013: e.T42289A2970039. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42289A2970039.en.
  2. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 13. ágúst 2015.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 13. ágúst 2015.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 13. ágúst 2015.
  5. Tíu teg­und­ir trjáa í 20 metra klúbb­inn og fleiri eru á leiðinni Mbl.is skoðað 24. okt. 2020
  6. Skógræktin. „30 metra markið nálgast“. Skógræktin. Sótt 24. október 2020.
  7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2015. Sótt 13. ágúst 2015.
  8. Klifurtréð vinsæla í Mörkinni stórskemmt eftir hvassviðri Geymt 6 ágúst 2016 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins, skoðað 22. janúar 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.