Abies durangensis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Durango-þinur
Skógur af Abies durangensis í Tamazula, Durango, Mexíkó
Skógur af Abies durangensis í Tamazula, Durango, Mexíkó
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. durangensis

Tvínefni
Abies durangensis
Martínez[2]
Afbrigði

Abies durangensis var. coahuilensis (I.M. Johnst.) Mart.[1][3]
Abies durangensis var. coahuilensis (I.M. Johnst.) Mart.[1]

Samheiti

Abies neodurangensis Debreczy, Racz et Salazar[3]
Abies neodurangensis Debreczy, Racz et Salazar[3]

Abies durangensis eða Durango-þinur er barrtré af þinættkvísl. Honum var fyrst lýst af Maximino Martínez 1942 og finnst einvörðungu í Mexíkó (Durango, Chihuahua, Coahuila, Jalisco og Sinaloa).[1][2] Hann kýs svalt og rakt loftslag, í 1600 til 2900 metra hæð yfir sjávarmáli.[4]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Abies durangensis er beinvaxið tré sem verður 20 til 40 metra hátt með stofn sem verður að 150sm í þvermál. Greinarnar eru láréttar út frá stofni. Barrið er ljósgrænt, 20 til 35 mm langt og 1 til 1,5 mm breitt. Krónan er ójafnt keilulaga. Ung tré hafa sléttan, gráan eða rauðbrúnan börk. Á eldri trjám verður hann svarbrúnn og djúpt grópaður og með ílöngum plötum. Aflangt til egglaga brumin eru 4 til 5 mm löng, hjúpuð bleik-gulri trjákvoðu. Barrið er sljóytt, 1.4 til 4.5 sm langt og 1 til 1.6 mm á breidd. Það er blá-grænt á lit að ofan og ljósgrænt undir, með tvemur breiðum, hvítum loftaugarákum. Uppréttir könglarnir eru á stuttum stilki, 5 til 10 sm langir og 3 til 4,5 sm þykkir. Fullþroska eru þeir fölgulir til brúnir. Kvoðuborin, gul fræin er 6 til 8 mm löng. Hvert fræ hefur 7 til 10 mm langan, rauðgulan væng.[4] [1]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 "Abies durangensis" The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42279A2969264. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42279A2969264.en. Retrieved 10 January 2018
  2. 2,0 2,1 „Plant Name Details for Abies durangensis. IPNI. Sótt 6. október 2009.
  3. 3,0 3,1 3,2 Christopher J. Earle (11. júní 2006). Abies durangaensis description“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júní 2010. Sótt 6. október 2009.
  4. 4,0 4,1 Christopher J. Earle. „Abies durangensis“. The Gymnosperm Database. Sótt 16. febrúar 2011.
  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.