Hið fullkomna morð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá A Perfect Murder)
Hið fullkomna morð
A Perfect Murder
LeikstjóriAndrew Davis
HandritshöfundurPatrick Smith Kelly
FramleiðandiArnold Kopelson
Anne Kopelson
Peter MacGregor-Scott
Christopher Mankiewicz
LeikararMichael Douglas
Gwyneth Paltrow
Viggo Mortensen
David Suchet
Sarita Choudhury
KvikmyndagerðDariusz Wolski
KlippingDov Hoenig
Dennis Winkler
TónlistJames Newton Howard
DreifiaðiliWarner Bros.
Frumsýning5. maí 1998
Lengd108 mínútur
Land Bandaríkin
TungumálEnska
RáðstöfunarféUS$60 miljónum
HeildartekjurUS$128 miljónum

Hið fullkomna morð (enska: A Perfect Murder) er bandarísk spennumynd frá árinu 1998 sem Andrew Davis leikstýrði. Gwyneth Paltrow, Michael Douglas og Viggo Mortensen fara með aðallhlutverkin í myndinni sem er lauslega byggðs á kvikmynd Alfred Hitchcocks Sláðu inn M fyrir Morð. Myndin fjallar um milljónamæringinn og iðnjöfurinn Steven Taylor, mann sem á allt sem að hugann girnist nema það sem hann langar mest í: ást og tryggð konu sinnar. Taylor nýtur mikillar velgengni í fjármálalífi New York borgar en telur þó það að hafa náð í eiginkonuna sé hans mesta afrek í lífinu. En hún hefur þörf fyrir meira en vera einhver fín frú fyrir eiginmanninn. Hún er sjálf bráðsnjöll og vinnur hjá Sameinuðu þjóðunum og á í sambandi við myndlistarmann sem uppfyllir hennar tilfinningalegu þarfir. Þegar eiginmaðurinn uppgötvar að hún sé að halda framhjá honum ákveður hann að fremja hið fullkomna morð og komast einnig um leið yfir digra sjóði sem konan á.

Leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.