Fara í innihald

ARPANET

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af ARPANET frá 1977

Advanced Research Projects Agency Network eða ARPANET var fyrsta tölvunet heims sem notaðist við pakkabeiningu og síðan samskiptareglurnar TCP/IP. Netið var fyrirrennari Internetsins. Það var upphaflega þróað á vegum rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna (ARPA, síðar DARPA) og var ætlað að tengja saman tölvur í háskólum og rannsóknarstofnunum innan Bandaríkjanna.

Upphaflega hugmyndin að ARPANET kom frá tölvunarfræðingnum J. C. R. Licklider sem hóf störf hjá ARPA árið 1963. Árið 1968 var verkáætlun búin til og þróun þess boðin út. BBN Technologies fékk verkið og þróaði skeytagátt (beini) sem tengdi tölvurnar saman með raðtengjum. Í fyrstu uppsetningu netsins voru fjórar slíkar gáttir settar upp; í Kaliforníuháskóla, Los Angeles, Stanford Research Institute, Kaliforníuháskóla, Santa Barbara og Utah-háskóla. Netið var lýst „virkt“ árið 1975 og samskiptamiðstöð varnarmálaráðuneytisins tók við rekstri þess af ARPA. Eftir að NSFNet var stofnað fyrir net háskóla og rannsóknarstofnana 1985 var ARPANET að mestu lagt niður.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.