Fara í innihald

Vísnavinir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vísnavinir var félag um flutning og sköpun alþýðutónlistar sem var stofnað í Reykjavík haustið 1976. Stofnfundur var haldinn þann 25. október 1976 en félagið var þá stofnað með tónleikum i Norræna húsinu sem haldnir voru af dönsku vísnasöngkonunni Hanne Juul, Hjalti Jón Sveinsson, Stefáni Andréssyni og Gísla Helgasyni. Markmið félagsins var skilgreint í lögum félagsins sem samþykkt voru á endanlegum stofnfundi þess 5. febrúar 1979. Félagið var stofnað að norrænni fyrirmynd og er uppruni slíkra félaga í Svíþjóð og kölluðust þau Visans vänner. Norrænu vísnafélögin mynduðu með sér samband og voru Vísnavinir aðili að því.

Vísnavinir héldu í nokkur ár úti mánaðarlegum vísnakvöldum á Hótel Borg og í Þjóðleikhúskjallaranum. Síðustu árin sem félagið starfaði urðu tónleikar á vegum þess færri en stærri og voru haldnir „Norrænir vísnadagar“ 1992, 1994 og 1996, viðburðurinn „Á Landinu bláa“ í tilefni af 70 ára afmæli Jónasar Árnasonar og „Franskt vísnakvöld“ 1994.

Félagið var lagt niður árið 2006.