Aðaldalshraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðaldalshraun er hraun í utanverðum Aðaldal, milli Skjálfandafljóts og Laxár. Aðaldalshraun þekur flennistóran hluta dalbotns Aðaldals, er nær 100 ferkílómetrar og samanstendur í raun af tveimur öðrum hraunum, Eldra-Laxárhrauni sem kemur úr Ketildyngju (um 3500 ára gamalt) og Yngra-Laxárhrauni sem kemur úr Þrengsla- og Lúdentsborgum (um 2000 ára). Yngra hraunið hylur það eldra víðast í dalnum.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.