Aðalból (Hrafnkelsdal)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laug nálægt Aðalbóli

Aðalból er bær í Hrafnkelsdal (í gamla Jökuldalshreppi) í Norður-Múlasýslu. Aðalból er meðal þeirra bæja sem lengst eru frá sjó á Íslandi. Þaðan eru um 100 km í botn Héraðsflóa en um 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Þar reisti Hrafnkell Hallfreðarson bú, gerðist höfðingi og hafði goðorð yfir Hrafnkelsdal og Jökuldal.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.