283
Útlit
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
283 (CCLXXXIII í rómverskum tölum) var 83. ár 3. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu. Í Rómaveldi var það þekkt sem ræðismannsár Carusar og Carinusar, eða sem árið 1036 ab urbe condita. Það hefur verið þekkt sem 283 frá því að Anno Domini-ártöl voru tekin í notkun á miðöldum.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Carus Rómarkeisari réðist inn í Persaveldi og lagði höfuðborgina Ktesifón undir sig.
- Carus lést í herför sinni gegn Sassanídum þegar hann var lostinn eldingu í sandstormi.
- Carinus tók við sem Rómarkeisari eftir lát föður síns.
- Desember - Númeríanus var hylltur sem keisari af hermönnum sínum.
- 17. desember - Gajus varð páfi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- Evsebíos af Vercelli, biskup og dýrlingur (d. 371).
- Ge Hong, kínverskur embættismaður (d. 343).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 7. desember - Eutychianus páfi.
- Marcus Aurelius Carus, Rómarkeisari.
- Shan Tao, kínverskur taóisti (f. 205).