Fara í innihald

Erekþeion

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Έρέχθειον)
Erekþeion séð frá suðri

Erekþeion (gríska Έρέχθειον, Erekþeion) er hof á Akrópólishæð í Aþenu.

Hofið var byggð til að koma í staðinn fyrir Eldra hof Aþenu og var líka tileinkað og skírt í höfuðið á Erekþeifi. Sá var einn af þjóðsögulegu konungum Aþenu, seinna gerður að guði og stundum líkt við sjálfan Póseidon. Það var byrjað að byggja það í Níkiasfriðinum (421415 f.Kr.) en var svo truflað vegna endurupptöku stríðsins og var ekki lokið við það fyrr en um 406 f.Kr. Á þeim tíma tók það við hlutverki Eldra hofi Aþenu og var tileinkað Aþenu Polias. Hofið er sagt vera byggt á staðsetningunni þar sem Póseidon rak stafinn sinn í stein til að fá sjó flæða fram og þar sem Aþena lét olívutré vaxa.

Karýatids-veröndin

Það hefur forsal á austurhliðinni, risaverönd á norðurhliðinni og hina frægu-Karýatids verönd á suðurhliðinni, með súlum sem mynda konur. Aðalhofið var skipt í tvo hluta, tileinkað dýrkun tveggja aðalguða Attíku, Aþenu og Póseidon-Erekþeifi. Myndræma, hugsanlega að sýna fæðingu Erekþeifs, prýðir ytra borð byggingunnar.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.