Fara í innihald

ʻOumuamua

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferill ʻOumuamua um innra sólkerfið

ʻOumuamua er fyrsti þekkti miðgeimshluturinn (e. interstellar object) sem farið hefur í gegnum sólkerfið. Formlegt heiti hlutarins er 1I/2017 U1 en hann uppgötvaði stjörnufræðingurinn Robert Weryk með sjónaukanum Pan-STARRS þann 19. október 2017, um það bil 40 dögum eftir að hluturinn komst sem næst sólinni. Þegar hluturinn var uppgötvaður var hann í 33 milljón km fjarlægð frá jörðinni sem er um 88 sinnum lengra en lengdin frá jörðinni til tunglsins. Fyrst var ʻOumuamua talinn vera halastjarna en um viku eftir uppgötvun var hann endurskilgreindur sem smástirni.

ʻOumuamua er tiltölulega lítill hlutur en talið er hann sé um 230 sinnum 35 m að stærð. Hann er tiltölulega þéttur, svipaður málmríkum steini, og er myrkur og rauður á litinn eins og margir hlutir í ytra sólkerfinu. Hann er að veltast frekar en að snúast og er að ferðast á svo miklum hraða að engar líkur eru á því að hann eigi uppruna í sólarkerfinu. Þetta gerir það að verkum að hann festist ekki á sporbraut um sólina og því mun hann fara aftur út úr sólkerfinu með tíma. Uppruni hans er ekki vitaður né hversu lengi hann hefur verið á ferð og flugi.

Nafnið ʻOumuamua á uppruna sinn í hawaiísku og merkir „útsendari“.

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.