Škoda Felicia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Škoda Felicia
Framleiðandi Škoda Auto
Framleiðsluár1994 - 2001
ForveriŠkoda Favorit, Škoda Forman
ArftakiŠkoda Fabia
FlokkurMeðalstór fjölskyldubíll
Yfirbygging5 dyra stallbakur,
4ra dyra hlaðbakur,
2ja dyra pallbíll,
2ja dyra sendibíll
Vél1,3 lítra 4ra strokka,
1,6 lítra 4ra strokka,
1,9 lírtra dísel 4ra strokka
Skipting5 gíra beinskiptur

Škoda Felicia er fólksbíll frá Škoda Auto bílaframleiðandanum sem tók við af Škoda Favorit 1995. Felicia var því með fyrstu tegundum Škoda sem var með vél og fleiri íhluti frá Volkswagen, sem tók Škoda yfir árið 1991. Škoda Felicia er til í útgáfum með 1.3, 1.6 og 1.9 lítra vélum, sem fimm dyra hlaðbakur, skutbíll og sendibíll. Framleiðslu Felicia var hætt árið 2000, ári eftir að Škoda Fabia kom fyrst út.

Tegundirnar hafa fengið mjög misjafna dóma enda misvel búnar eftir útgáfu og árgerð. Almennt hefur Škoda Felicia fengið góða dóma fyrir endingu, innrými og verð, en verri fyrir kraft (einkum 1.3 vélarnar).

  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.