Kra (bókstafur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá ĸ)

ĸ er bókstafur sem notaður var í grænlensku þar til að grænlenska stafrófinu var breytt 1973. Form stafsins er nauðalíkt hástafagerð latneska bókstafsins K og gríska bókstafnum κ, kappa.

Bókstafurinn ĸ var notaður í því stafrófi sem Samuel Kleinschmidt skapaði um miðja 19. öld og táknaði það hljóð sem nefnt er óraddað úfmælt lokhljóð [q]. Í stafsetningarreglunum sem gilda frá 1973 er bókstafurinn Q notaður í stað ĸ. Þegar raðað er í stafrófsröð er ĸ talið með Q og ekki K.

ĸ er kóðað í Unicode sem U+0138.