Fara í innihald

Þyrilvængja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýleg þyrilvængja með skrúfu að aftan og lokaðri yfirbyggingu

Þyrilvængja (enska: Autogyro) er loftfar sem svipar til þyrlu í útliti en virkar á allt annan hátt. Þyrilvængja notar þyrluspaða tengdar við rotor með engum mótor og snýst því frjálst en er með skrúfu að aftan knúin af mótor til að ýta henni áfram. Þegar þyrilvængja fer áfram myndast loftstreymi á spöðunum sem býr til lyftikraft (svipar til hvernig lyftikraftur myndast á flugvélum) Ólíkt þyrlum getur þyrilvængja ekki sveimað kyrr í loftinu (enska: hover).

Þyrilvængja þarf flugbraut til að taka á loft en þarf litla sem enga flug braut til að lenda, þyrilvængja þarf hinsvegar mun styttri flugbrautarlengd heldur en flugvél með föstum vængjum.


  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.