Fara í innihald

Þreskivél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nútíma þreskivél
Drónamyndband af þreskivél 2022

Þreskivél er vél sem notuð er við uppskerustörf. Vélin klippir kornstöngla, hristir kornið úr og sigtar kornið. Vélin skilar svo stönglunum (hálminum) aftur á í garða eða sem köggla. Fremst á þreskivél er ljár sem klippir kornstönglanna og búnaður sem sópar og færir stönglana upp í vélina. Þar er þreskibúnaður sem virkar þannig að þreskill slær korn úr öxunum og þau falla gegnum þreskihvelfu og skiljast þannig frá hálminum. Hálmurinn er svo hristur aftur til að ná ölli korni úr. Hálmurinn fellur svo aftan úr vélinni. Korninu er safnað á kornplötu og fer þaðan í hreinsiverk í gegnum sáld gegnum loftstreymi frá viftu sem blæs svo aftur úr vélinni leyfum af hálmi, rusli og kuski. Fullhreinsað korn er svo flutt í korngeymi. Þreskivélar eru notaðar við uppskeru á hveiti, höfrum, rúgi, byggi, maís, sojabaunum og hör.

Skýringarmynd yfir þreskivél
Skýringarmynd yfir þreskivél
Skýringar
1 sópvinda 11 efra sáld
2 ljár 12 neðra sáld
3 færisnigill 13 hratsnigill
4 færistokkur 14 hratvinnsla?
5 steinafella 15 kornsnigill
6 þreskivölur 16 korngeymir
7 þreskihvelfa 17 hálmsaxari
8 hálmhristill 18 ökumannshús
9 kornplata 19 hreyfill
10 vifta 20 hlíf 21 hálmvinda

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.