Fara í innihald

Þrenningarkirkjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þrenningarkirkja)
Þrenningarkirkjan í Kaupmannahöfn

Þrenningarkirkjan er kirkja í miðbæ Kaupmannahafnar. Kirkjan er hluti af Trinitatis byggingarreitnum en þar eru auk kirkjunnar fyrsta háskólabókasafnið, sem nú er sýningarsalur yfir kirkjunni og stjörnuathugunarstöðin Sívaliturn.

Fyrstu hugmyndir um kirkju fyrir stúdenta við Regensen eru frá 1635. Í fyrstu átti að byggja kirkjuna innan háskólagferningsins en árið 1636 var ákveðið að kirkjan skyldi reist á horninu á Landemærket og Købmagergade. Þá höfðu hugmyndir einnig breyst frá því að byggja eingöngu kirkju í að byggja saman kirkju, bókasafn og stjörnuathugunarstöð. Kristjáni 4. Danakonungur átti hugmyndina að þessari samsetningu.

Hornsteinn að byggingunum var lagður 7. júlí 1637 og fyrsti hlutinn, Sívaliturninn var tilbúinn árið 1642. Kirkjan var vígð 1. júní 1656 og bókasafnið 7. júlí 1657.

Myndir af Þrenningarkirkju