Regensen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Regensen (Garður), Sívaliturn í bakgrunni

Regensen (Garður eða Gamli Garður [1]) er fornfrægur stúdentagarður við Kanúkastræti í Kaupmannahöfn. Þar bjuggu flestir íslenskir stúdentar sem fóru utan til náms við Kaupmannahafnarháskóla á 18. og 19. öld. Jónas Hallgrímsson bjó á Regensen í 5 ár.

Þegar óánægja með hið danska einveldi fór vaxandi þá var óánægjan mest meðal prófessora og stúdenta við Kaupmannahafnarháskóla og helsti suðupottur nýrra hugmynda var Garður. Dönsk yfirvöld reyndu að bæla þessar hræringar niður með ýmsum ráðum. Íslensk sjálfstæðishreyfing varð til og mótaðist í því andrúmslofti sem ríkti á Regensen.

Helsti foringi danskra stúdenta á Garði upp úr 1835 var skáldið Carl Ploug sem síðar varð áhrifamaður í dönskum stjórnmálum. Þegar Friðrik VI dó árið 1839 efndu garðstúdentar til mótmælafundar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lesbók Morgunblaðsins 1954

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]