Þrúgur reiðinnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrúgur reiðinnar
The Grapes of Wrath (1939 1st ed cover).jpg
Forsíða fyrstu útgáfu bókarinnar.
HöfundurJohn Steinbeck
Titill á frummáliThe Grapes of Wrath
ÞýðandiStefán Bjarman (1943-1944)
LandBandaríkin Fáni Bandaríkjana
TungumálEnska
ÚtgefandiThe Viking Press-James Lloyd
Útgáfudagur14. apríl 1939; fyrir 83 árum (1939-04-14)
ISBN9979302623

Þrúgur reiðinnar (enska: The Grapes of Wrath) er skáldsaga eftir John Steinbeck. Bókin fjallar um fjölskyldu sem flosnar upp af jörð sinni í heimskreppunni vegna uppskerubrest og sandstorma eftir þurrkatíma á svæði sem kallað er Dust Bowl eða Rykskálin. Fjölskyldan selur búslóðina fyrir bílgarm og ferðast á honum til Kaliforníu.

Bókin segir sögu fjölskyldunnar Joad og hefst á því að einn sonur er að koma úr fangelsi á skilorði en þegar hann kemur heim er býlið yfirgefið. Fjölskyldan hefur lent á vonarvöl og hús þeirra rifið og þrjár kynslóðir halda á stað til fyrirheitna landsins en þau hafa hrifist af auglýsingapésa um möguleikana þar. Ferðin er löng og erfið og fer eftir þjóðvegi 66 og eru þúsundir aðrar uppflosnaðar fjölskyldur á sömu ferð.

Bókin hefur verið kvikmynduð. Stefán Bjarman þýddi bókina á íslensku.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]