Þormóðsstaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Þormóðsstaðir var býli sem byggt var úr landi Skildinganess. Það var nálægt Lambhól og Görðunum. Fiskveiðifélagið Alliance átti Þormóðsstaði. Þar var rekið kúabú og á 2. og 3. áratug 20. aldar var rekin þar fiskverkun og lifrarbræðsla. Lifur var seinna brædd út á sjó í togurum Alliance og lifrarbræðslan í landi lagðist af en saltfiskverkun var rekin áfram. Þormóðsstaðir tilheyrðu Seltjarnarneshreppi til 1932 en voru þá ásamt Skildinganesi lagðir undir Reykjavík. Lifrarbræðslumaður Alliance byggði hús á Þormóðsstöðum árið 1925 en það er húsið Túnsberg sem nú stendur nú við Starhaga 5. Það var skráð á Þormóðsstaðaveg alveg til ársins 1994.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]