Þorláks saga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorláks saga fjallar um ævi og jarteinir Þorláks Þórhallssonar Skálholtsbiskups, sem dó árið 1193. Á norrænu finnst sagan í þremur gerðum, sem stundum eru auðkenndar með bókstöfunum A, B og C, eftir aldri þeirra. Yngri gerðirnar segja meðal annars frá staðamálum. Einnig hefur saga af biskupi verið til í fjórum latneskum gerðum.[1] Þessi söguritun virðist hafa byrjað skömmu eftir að Íslendingar lýstu Þorlák helgan mann 1198, og hefur að minnsta kosti höfundur elstu sögunnar mátt hafa góða frásögn. En ekki er í þeirri gerð sagt frá deilumálum, sem vörðuðu föður Páls biskups Jónssonar, sem varð eftirmaður Þorláks og dó árið 1211. Þetta hefur verið talið benda til ritunar undir handarjaðri hans.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Biskupa sögur II, Íslenzk fornrit XVI, Reykjavík 2002, Ásdís Egilsdóttir gaf út og ritaði formála með athugunum um þessar sögur.
  2. Magnús Stefánsson: "Kirkjuvald eflist", Saga Íslands II, bls. 97-98, Reykjavík 1975.