Fara í innihald

Þorgeir Þórðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorgeir Þórðarson var landnámsmaður í Eyjafirði, tengdasonur Helga magra og fékk land í landnámi hans.

Landnáma segir að Þórður bjálki hafi verið föður Þorgeirs en segir engin nánari deili á honum. Þorgeir giftist Hlíf dóttur Helga, sem gaf þeim land við botn Eyjafjarðar að austan, frá Þverá til Varðgjár. Þau bjuggu á Fiskilæk en það bæjarnafn er ekki til lengur og er óvíst hvar bærinn var. Sonur þeirra hét Þórir og dóttir þeirra var Helga, dóttir Skeggja Böðólfssonar landnámsmanns í Kelduhverfi.

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.