Þjóðaröryggisráð Íslands
Þjóðaröryggisráð Íslands er sérstakt ráð sem sér um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu á hverjum tíma. Ráðið var stofnað haustið 2016 eftir að frumvarp utanríkisráðherra þar að lútandi var samþykkt sem lög. [1]
Forsætisráðherra hverju sinni er formaður ráðsins og auk hans sitja í ráðinu ráðherra utanríkis og varnarmála, ráðherra almannavarna og ráðuneytisstjórar þessara ráðuneyta, ásamt ríkislögreglustjóra, forstjóra Landhelgisgæslunnar og fulltrúa Landsbjargar. Auk þeirra sitja tveir þingmenn í ráðinu, einn frá meirihluta og einn frá minnihluta. Ráðið endurskoðar stefnu sína reglulega.
Ráðið fundaði fyrst 22. maí[2] en síðar þann 12. júní árið 2017 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.[3] Lagt var mat á stöðu og horfur í öryggismálum og rætt var um þau mál í samhengi við nýleg hryðjuverk í Evrópu. [2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þjóðaröryggisráð stofnaðRúv, skoðað 12. júní 2017.
- ↑ 2,0 2,1 Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn Rúv, skoðað 12. júní 2017.
- ↑ Þjóðaröryggisráð fundar á öruggum stað Skoðað 12. júní árið 2017.