Fara í innihald

Þúsundfætlur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þúsundfætlur
Trigoniulus corallinus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Fjölfætlur (Myriapoda)
Flokkur: Diplopoda
De Blainville í Gervais, 1844 [1]


Þúsundfætlur eru flokkur liðdýra af undirfylkingu fjölfætla. Þúsundfætlur eru með tvö pör fóta á hvern lið nema á liðnum beint fyrir aftan hausinn sem engir útlimir eru á, og næstu liðum þar á eftir sem aðeins eru með eitt par fóta.

Þúsundfætlur eru hægfara grotætur ólíkt margfætlum í systurflokk sínum sem eru eitruð rándýr.

Í heiminum hefur náðst að skilgreina um 12 000 tegundir en á Íslandi finnst hvorki fleirri né færri en 1 tegund.

  1. „Diplopoda DeBlainville in Gervais, 1844 (Class)“. SysTax. Universität Ulm, Ruhr-Universität Bochum. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. ágúst 2007. Sótt 15. ágúst 2007.