Þórunnarkelda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórunnarkelda kallast laut ein fyrir innan Minna-Núp í Gnúpverjahreppi. Segir þjóðsaga frá vinnukonu nokkurri í Stöng sem dreymdi fyrir dauða sínum ef hún myndi ekki flýta sér fram í sveit. Morgunin eftir biður hún húsbónda sinn að lána sér hest, því hún þurfi nauðsynlega að komast af bæ. Hann lær henni hest, sem venjulega var dauðstyggur, svo enginn gat handsamað hann. En nú stóð hann grafkyrr og Þórunni gat þeyst fram í sveit. Þegar hún kemur fram undir Minna-Núp hnýtur hestur hennar í laut einni og verður henni litið tilbaka. Sér hún þá hver Þjórsárdalur stendur i ljósum logum. Líklega hefur hér verið um Heklugos að ræða.