Fara í innihald

Þórhallur Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórhallur Guðmundsson (f. 1961), oftast kallaður Þórhallur miðill, er íslenskur spámiðill. Hann stundar svokölluð miðilsstörf og var sagður hafa miðilsgáfu. Hann er einn þekktasti núlifandi starfandi miðill Íslands og var með þætti í fjölmiðlum þar til upp komst um kynferðisbrot hans gagnvart skjólstæðingi. Þórhallur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2021 vegna brots sem framið var 2010.[1] Þórhallur hefur verið sakaður um mörg fleiri brot gegn ungum skjólstæðingum.[2]

Þórhallur starfaði í útvarpi og sjónvarpi í á annan áratug. Þáttur hans „Lífsaugað“ hefur verið á dagskrá Bylgjunnar og Stöðvar tvö, Lífsaugað fluttist yfir á norðlensku útvarpsstöðina VOICE í ágúst árið 2006 en hætti í loftinu í maí árið 2008. Árið 2015 fór Þórhallur í þættina Bresti á Stöð 2 en þar reyndi þáttastjórnandi á miðilshæfileika.[3]

Hann hefur einnig starfað bæði með Sálarrannsóknafélagi Reykjavíkur og Sálarrannsóknafélagi Akureyrar og starfar enn með því fyrrnefnda.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Daðason, Kolbeinn Tumi (18. febrúar 2021). „Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot - Vísir“. visir.is. Sótt 29. júní 2024.
  2. „„Ég fyrirgaf sjálfum mér, þetta var ekki mér að kenna". Mannlíf. 14. júní 2020.
  3. „Brestir: Nafnið „Tobbi" kom til hans frá látnum afa - Vísir“. visir.is. Sótt 8. apríl 2020.