Fara í innihald

Þórarinn Böðvar Egilson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórarinn Böðvar Egilson (3. nóvember 188122. júlí 1956) var útgerðarmaður og framkvæmdastjóri í Hafnarfirði. Hann var sonur Þorsteins Sveinbjörnssonar Egilson, kaupmanns, og konu hans, Elísabetar Þórarinsdóttur. Þórarinn var dóttursonur Þórarins Böðvarssonar, prófasts í Görðum, og sonarsonur Sveinbjarnar Egilssonar, rektors.

Þórarinn kvæntist 31. október 1908 Elísabetu Guðrúnu Halldórsdóttur Egilson, dóttur Halldórs Þórðarsonar, bókbindara í Reykjavík, og átti með henni tvær dætur, Sesselju Erlu Þórarinsdóttur Egilson og Maríu Dóru Egilson.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.