Fara í innihald

Ýmsir - Fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sextett Ólafs Gauks - Fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja
Bakhlið
SG - 176
FlytjandiOddgeir Kristjánsson
Gefin út1984
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnJón Þór Hannesson

Fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1984. Á henni flytur Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur Jakobsdóttir og Rúnar Gunnarsson fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson. Hljóðritun hljómplötunnar fór fram í upptökusal sjónvarpsins og sá Jón Þór Hannesson um hljóðritun. Myndina frá Vestmannaeyjum á framhlið plötunnar tók Oddgeir Kristjánsson. Myndina af sextett Ólafs Gauks tók Óli Páll. Setningu á bakhlið annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar en um myndamót og prentun sá Kassagerð Reykjavíkur.

  1. Þar sem fyrrum - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  2. Blítt og létt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum
  3. Góða nótt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum og Ási í Bæ
  4. Ágústnótt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum
  5. Ég veit þú kemur - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  6. Ship-oh-hoj - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Loftur Guðmundsson
  7. Ég vildi geta sungið - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  8. Gamla gatan - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  9. Sólbrúnir vangar - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  10. Villtir strengir - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Loftur Guðmundsson Hljóðdæmi
  11. Bjartar vonir vakna - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Árni úr Eyjum
  12. Ég heyri vorið - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ
  13. Fyrir austan mána - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Loftur Guðmundsson
  14. Heima - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson — Ási í Bæ

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Árið 1968 valdi ég til hljóðritunar fjórtán lög eftir Oddgeir Kristjánsson í samráði við Ólaf Gauk. Þessi lög útsetti Ólafur Gaukur síðan fyrir hinn vinsæla sextett sinn þar sem sðngvararnir voru Svanhildur eignkona Ólafs Gauks og Rúnar Gunnarsson. Lögin voru síðan hljóðrituð á plötu sem kom út á miðju ári 1968 og hlaut þessi plata slíkar vinsældir að einstætt má telja. Fyrsta upplag hennar seldist þegar í stað upp og þó að platan hafi verið gefin út aftur og aftur allt fram undir 1980 þá dró ekkert úr vinsældum hennar.

Það eru að sjálfsögðu hin margföldu gæði plötunnar sem að ráða þessum vinsældum. Lög Oddgeirs Kristjánssonar eru með þvíl allra besta sem samið hefur verið af þessu tagi hér á landi. Textahöfundarnir þrír sem gerðu Ijóð við lög Oddgeirs, þeir Ási í Bæ, Árni úr Eyjum og Loftur Guðmundsson bera höfuð og herðar yfir flesta aðra, sem gert hafa texta við dans og dægurlög hér á landi síðustu áratugina. Síðast en ekki síst ráða hinir sérlega vönduðu útsetningar Ólafs Gauks miklu um gæði plötunnar. Sum laga Oddgeirs voru orðin 20-30 ára þegar Ólafur Gaukur yngdi þau upp með útsetningum sínum. Hafa lög Oddgeirs aldrei notið sín betur en í flutningi sextetts Ólafs Gauks og hinna ágætu söngvara, Svanhildar og Rúnars Gunnarssonar. Hljóðritun fór fram árið 1968 í upptökustúdlói sjónvarpsins og var Jón Þór Hannesson tæknimaður.

Nú, þegar platan er endurútgefin eftir að hafa verið ófáanleg í nokkur ár hefur stereó-hljómi verið bætt inn á hina upphaflegu hljóðritun. Sextett Ólafs Gauks skipa: Ólafur Gaukur, gítar, Svanhildur söngur, Andrés Ingólfsson tenór-saxófónn, Carl Möller píanó, Páll Valgeirsson trommur og Rúnar Gunnarsson bassi og söngur. Auk þess syngja þau Svanhildur, Rúnar, Ólafur Gaukur og Andrés bakraddir. Myndin á framhliö hljómplötuumslagsins er frá Vestmannaeyjum tekin af Oddgeiri Kristjánssyni. Myndina af sextett Ólafs Gauks tók Oli Páll Ijósmyndari. Prentun umslags: Prisma.