Fara í innihald

Útnapíshtim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útnapíshtim er sögupersóna í söguljóðinu um Gilgamesh, en þar er hann maður sem að hefur öðlast eilíft líf í þakkargjöf frá guðinum Ea, en hann byggði örk og tók tvö dýr af hverri tegund, karldýr og kvendýr, upp í örkina, þegar að mikið flóð ógnaði lífi þeirra allra. Það flóð var ákveðið af guðunum í sameiningu að beiðni ástargyðjunnar Ishtars, en Ea, sjávarguðinn, var mótfallinn því. Ishtar var þekkt fyrir mikla frekju, og faðir hennar, æðsti guðinn Anu tilskipaði flóðið.

Þessi saga er þó nokkuð eldri en sambærileg saga úr Biblíu kristinna manna, en þar heitir hetjan Nói. Málfræðingar hafa sýnt fram á að Útnapíshtim og Nói eru rituð á sama hátt, en á sitthvoru tungumálinu (sem bæði notast við fleygrúnaletur) þannig að nafnbreytingin er alveg fullkomlega eðlileg.