Útigönguhöfði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Útigönguhöfði úr Básum.

Útigönguhöfði er fjall ofan við Bása í Goðalandi. Fjallið er 805 metra hátt og liggja gönguslóðar austan og vestan megin við það. Stígar liggja norður á Fimmvörðuháls og suður í Bása og Þórsmörk þar sem er ferðamannaaðstaða.

Í fjallinu hefur fundist birki í 660-680 metrum.