Össur hvíti Þorleifsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Össur hvíti Þorleifsson var landnámsmaður.

Um hann segir í Landnámabók:

Gæsalappir

Össur hvíti hét maður, son Þorleifs úr Sogni. Össur vó víg í véum á Upplöndum, þá er hann var í brúðför með Sigurði hrísa; fyrir það varð hann landflótti til Íslands og nam fyrst öll Holtalönd milli Þjórsár og Hraunslækjar; þá var hann sautján vetra, er hann vó vígið. Hann fékk Hallveigar Þorviðardóttur. Þeirra son var Þorgrímur kampi, faðir Össurar, föður Þorbjarnar, föður Þórarins, föður Gríms Tófusonar. Össur bjó í Kampaholti; hans leysingi var Böðvar, er bjó í Böðvarstóftum við Víðiskóg. Honum gaf Össur hlut í skóginum og skildi sér eftir hann barnlausan. Örn úr Vælugerði, er fyrr er getið, stefndi Böðvari um sauðatöku. Því handsalaði Böðvar Atla Hásteinssyni fé sitt, en hann ónýtti mál fyrir Erni. Össur andaðist, þá er Þorgrímur var ungur; þá tók Hrafn Þorviðarson við fjárvarðveislu Þorgríms. Eftir andlát Böðvars taldi Hrafn til Víðiskógs og bannaði Atla, en Atli þóttist eiga. Þeir Atli fjórir fóru eftir viði; Leiðólfur var með honum. Smalamaður sagði Hrafni það, en hann reið eftir honum við átta mann; þeir fundust í Orustudal og börðust þar. Húskarlar Hrafns féllu tveir; hann varð sár. Einn féll af Atla, en (hann) varð sár banasárum og reið heim. Önundur bíldur skildi þá og bauð Atla til sín.“

— Landnáma.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.