Öfugmælavísa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öfugmælavísa er ein gerð lausavísna sem segir öfugt frá því sem gengur og gerist í heiminum, það er að öllu er lýst þveröfugt við raunveruleikann (t.d. myrkur kallað bjart, steinn mjúkur o.s.frv.). Öfugmælavísur eru oftast kveðnar í hálfkæringi, en stundum einnig með broddi.

Dæmi um öfugmælavísur[breyta | breyta frumkóða]

Fiskurinn hefur fögur hljóð,
finnst hann oft á heiðum.
Ærnar renna eina slóð
eftir sjónum breiðum.
Oft eignuð Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi.

Fleiri dæmi:

  • Á eld er best að ausa snjó
  • Berin gróa best við dý
  • Blindur dæmir best um lit
  • Íslendingar Davíð dá
  • Séð hef ég köttinn syngja í bók
  • Steypireyðurin stakk með pál
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.