Ólafur Þ. Jónsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslensk tónskáld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólafur Þ. Jónsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslensk tónskáld
Bakhlið
SG - 067
FlytjandiÓlafur Þ. Jónsson
Gefin út1973
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Ólafur Þ. Jónsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslensk tónskáld er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Augun bláu - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Steingrímur Thorsteinsson
 2. Fjólan - Lag - texti: Þórarinn Jónsson - Páll Jónsson
 3. Fallinn er frá - Lag - texti: Árni Thorsteinsson - Guðmundur Guðmundsson
 4. Sumar - Lag - texti: Páll Ísólfsson - Jakob Jóhann Smári
 5. Draumur hjarðsveinsins - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Steingrímur Thorsteinsson
 6. Litla skáld - Lag - texti: Gylfi Þ. Gíslason
 7. Sprettur - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Hannes Hafstein
 8. Bikarinn - Lag - texti: Markús Kristjánsson - Jóhann Sigurjónsson
 9. Bráðum kemur betri tíð - Lag - texti: Gunnar Reynir Sveinsson - Halldór Laxness
 10. Skammdegisvísa - Lag - texti: Leifur Þórarinsson - Stefán Hörður Grímsson
 11. Vorvísa - Lag - texti: Jón Þórarinsson - Andrés Björnsson
 12. Ef engill ég væri - Lag - texti: Hallgrímur Helgason - Elín Eiríksdóttir
 13. Til skýsins - Lag - texti: Emil Thoroddsen - Jón Thoroddsen
 14. Ferðalok - Lag - texti: Karl Ó. Runólfsson - Jónas Hallgrímsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur Þ. Jónsson fæddist í Reykjavík 5. marz 1936. Hann starfar um þessar mundir við óperuna í Mainz í Þýskalandi. En erlendis hefur hann starfað í níu ár og hefur ætíð hlotið hina beztu dóma fyrir hinn bjarta og fallega söng sinn hvort heldur er í óperuhlutverkum eða á hljómleikasviðinu.

Þó að útlendingar hafi fyrst og fremst orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hlíða á Ólaf Þ. Jónsson syngja þá hefur hann heimsótt fósturjörðina í fríum sínum og ýmist komið fram í sérstökum dagskrám í útvarpi eða sjónvarpi, þannig að íslendingar hafa að nokkru leyti getað fylgst með framförum þessa ágæta söngvara. En síðasta orlof sitt hér á landi notaði Ólafur til að æfa og hljóðrita þau lög, sem finna má á þessari hljómplötu. Þar hefur stutt hann í lagavali og listrænum undirleikeik nafni hans Ólafur Vignir Albertsson. Áður en Ólafur Þ. Jónsson hóf störf erlendis hafði hann verið við nám hér heima hjá þeim Sigurði Skagfield, Kristni Hallssyni og Sigurði V. Demetz. En við nám erlendis var hann síðan í fimm ár. Fyrst í Salzburg og síðan í Vínarborg. Áður en hann fór utan lauk hann leiklistarnámi við Þjóðleikhúsið og starfaði þar sem leikari og söngvari áður en hann hélt utan. Þetta er þriðja hljómplatan sem SG-hljómplötur gefa út með íslenzkum einsöngvurum. Áður hafa komið út í þessum útgáfuflokki plötur með þeim Magnúsi Jónssyni og Guðrúnu Á. Simonar. Í undirbúningi eru plötur með fleiri söngvurum og munu næstu tvœr plötur að öllum líkindum verða með hinum ágœtu og kunnu söngvurum Sigríði Ellu Magnúsdóttur og Sigurði Björnssyni.