Fara í innihald

Ógnaröfl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úgáfuauglýsing Ógnarafla á síðum Morgunblaðsins árið 1999

Ógnaröfl (enska: Broken Sky) var bókaflokkur gefinn út í litlum heftum í íslenskri þýðingu árin 1999 - 2001. Bækurnar eru eftir breska rithöfundinn Chris Wooding og voru gefnar út í íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar fyrir Æskuna ehf. Úgáfa bókana á vegum Æskunnar var samstillt útgáfu þeirra í Bretlandi af útgáfufyrirtækinu Scholastic.

Bókaheftin voru í sama broti og umbúðir geisladiska og þóttu hentug stærð í skólatösku eða bakpoka. Markhópurinn voru evrópskir og bandarískir unglingar og reyndu bækurnar að draga svip af japönsku Manga teiknibókahefðinni sem naut síaukinna vinsælda í Evrópu allt frá 9. áratugnum.

Sagan á sér stað í skálduðum ævintýraheimi þar sem aðalsöguhetjurnar, systkinin Röskvi og Kía alast upp á drákúnabúi föðurs síns. Drákúnabú verandi búgarðar sem drákúnar þ.e. nokkurskonar drekar, eru aldir upp. Röskvi og Kía hafa verið alin upp frá blautu barnsbeini við að þjálfa sérstaka bardagatækni sem byggist á því að beisla orku úr dulafullum orkusteinum og nýta hana sér í hag. Systkinin eru eru gædd sérstökum hæfileikum því í þeirra tilfelli eru orskusteinar græddir inn í líkama þeirra. Lífi þeirra er ógnað af útsendurum Makans konungs, grimmum einvaldi sem ræður yfir samfélögum manna og dýra í heimi bókana og sér sérstaka hæfileika þeirra sem ógn við veldi sitt.