Fara í innihald

Þjóðlenda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Óbyggðanefnd)

Þjóðlenda er landsvæði á Íslandi, sem eru utan eignarlands og telst því eign ríkisins samkvæmt þjóðlendulögunum (nr. 58/1998[1]) sem sett voru 1998. Gildistaka laganna fól í raun í sér stærsta landnám Íslandssögunnar þar sem að land sem áður var talið eigendalaust var lýst eign íslenska ríkisins. Mörk þjóðlendna og eignarlanda bænda hafa enn sem komið er ekki verið endanlega skilgreind nema að litlu leyti en kröfur ríkisins annarsvegar og landeigenda hinsvegar stangast iðulega á. Lögin settu einnig á laggirnar sérstaka nefnd sem skyldi skera úr um þessi mörk, svonefnda óbyggðanefnd. Úrskurðum óbyggðanefndar má skjóta til almennra dómstóla (héraðsdóma og hæstaréttar).

Miklar deilur hafa skapast í kringum framkvæmd þjóðlendulaganna. Margir landeigendur hafa talið ríkið vera of stórtækt í þjóðlendukröfum sínum en einnig hefur því verið haldið fram að sú sönnunarbyrði sem lögð hefur verið á landeigendur fyrir óbyggðanefnd og dómstólum um að þeir sýni fram á eignarumráð yfir umdeildu landi sé of þung. His vegar fá landeigiendur gjafsókn í máli sínu gegn ríkinu og þurfa því ekki að greiða kostnað við málareksturinn.

Á þjóðlendum gildir almanna veiðirétturinn. Veiðimenn mega stunda þar veiðar séu þær ekki bannaðar þar af öðrum ástæðum. [2]

  1. nr. 58/1998
  2. http://www.veidikort.is/modules.php?op=modload&name=PagEd&file=index&topic_id=0&page_id=8