Íslam í Noregi
Útlit
Íslam er næststærsta trú í Noregi á eftir kristni. Frá og með 2021 var fjöldi múslima sem búa í Noregi 169.605 (3,1% íbúa 5.415.166).[1][2] Meirihluti múslima í Noregi eru súnnítar, með verulegum sjía-minnihluta. Fimmtíu og fimm prósent múslima í landinu búa í sýslunum Ósló og Akershus. Langflestir eru með innflytjendabakgrunn og eru Norðmenn af pakistönskum uppruna sýnilegasti og þekktasti hópurinn.
Múslimar í Noregi eru mjög sundurleitur hópur sem kemur úr mörgum ólíkum uppruna. Kari Vogt taldi árið 2000 að um 500 Norðmenn hefðu tekið íslam. Hinir eru að mestu fyrstu eða annarrar kynslóðar innflytjendur frá mörgum löndum. Stærstu innflytjendasamfélög frá múslimalöndum í Noregi eru frá Pakistan, Írak og Sómalíu.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Statistics Norway – Religious communities and life stance communities“. Sótt 16. janúar 2022.
- ↑ „Statistics Norway – Population“. Sótt 16. janúar 2022.