Íhaldsflokkur New York

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íhaldsflokkur New York er bandarískur stjórnmálaflokkur sem aðeins starfar í New York. Hann var stofnaður árið 1962 og höfðar mikið til kaþólskra hægrisinnaðra íhaldsmanna. Flokkurinn var einn af þremur flokkum sem stóðu að framboði John McCain og Sarah Palin í forsetakosningunum árið 2008, ásamt Repúblíkanaflokknum og Independence Party of New York.