ÍBU Uppsveitir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fótbolti og tifandi klukka Núverandi tímabil
Íþrótta- og Boltafélag Uppsveita
Fullt nafn Íþrótta- og Boltafélag Uppsveita
Gælunafn/nöfn Uppsveitir,ÍBU
Stytt nafn ÍBU
Stofnað 29. október [[2019]]
Leikvöllur Flúðavöllurinn
Stærð 1000 manns
Stjórnarformaður Gísli Þór Brynjarsson
Knattspyrnustjóri Liam Killa
Heimabúningur
Útibúningur

ÍBU Uppsveitir er íslenskt knattspyrnufélag staðsett í Árnessýslu. Félagið var stofnað þann 29. október árið 2019 og spilar í 4. deild karla í knattspyrnu. Liðið spilar heimaleiki sína á Flúðum.



Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Ár Deild Bikar Deildabikar Samtals Innanhúsmót
1 George Razvan Chariton 2022- 41 7 0 48 0
2 Máni Snær Benediktsson 2019- 20 3 11 34 15
3 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson 2020-

2023

10 3 11 24 3
4 Pétur Geir Ómarsson 2021- 11 0 10 21 2
5 Aron Freyr Margeirsson 2021 8 0 0 0 0

Leikjahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Ár Deild Bikar Deildabikar Samtals
1 Guðjón Örn Sigurðsson 2019- 42 7 10 59
2 Víkingur Freyr Erlingsson 2019- 43 5 9 57
3 Máni Snær Benediktsson 2019- 39 7 10 56
4 Guðmundur Aron Víðisson 2019- 35 6 7 48
5 Benedikt Fadel Farag 2019- 35 1 4 40
Þjálfarar[breyta | breyta frumkóða]

Elvar Már Svansson: 2019-2020

Héðinn Harðarson(temporary): 2020

Sigurður Donys Sigurðarson: 2021

Liam John Killa: 2021-

Fyrrum merkilegir leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Fjölnir Brynjarsson: 2021- 2022

Óliver Jóhannsson: 2021-2022

Tómas Hassing: 2021

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson: 2020- 2023

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Íþrótta- og Boltafélag Uppsveita var stofnað þann 29. október 2019. Fundinn sátu ungir og metnaðarfullir menn sem allir höfðu það að markmiði að efla knattspyrnu í uppsveitum. Einungis einu sinni hafði lið úr Uppsveitum verið sent til leiks á íslandsmót en það var árið 2017 þegar Hrunamenn léku í fyrsta og eina skipti á íslandsmóti. Félagið hefur tekið þátt í íslandsmóti í knattspyrnu allt frá stofnun þess eða frá því árið 2020.

Tímabil[breyta | breyta frumkóða]

Tímabil Deild P W D L F A Pts Pos Markahæstur Mörk Bikar
2020 4.Deild Riðill A 14 3 1 10 17 43 10 7 Máni Snær Benediktsson 8 1 Umferð
2021 4 Deild Riðill B 15 4 4 6 22 25 16 4 Pétur Geir ómarsson 9 1 Umferð
2022 4 Deild Riðill C 14 13 0 1 78 12 39 1 George Razvan Chariton 41 2 Umferð
2023 4 Deild Karla 18 32 Liða úrslit

2020[breyta | breyta frumkóða]

Tímabilið 2020 var eftirminnilegt fyrir þær sakir að þetta var fyrsta tímabil í sögu uppsveita. Lengjubikarinn var ekki spilaður þetta árið en liðið spilaði þó einn leik gegn Kríu sem tapaðist 5-0. Elvar Már Svansson var ráðinn þjálfari liðsins fyrir tímabil. Liðið Byrjaði tímabilið á frækilegum sigri gegn sterku liði Ýmis 3-1. Þetta kom öllum fótboltasérfræðingum landsins að óvörum en var því miður ekki það sem setti tóninn fyrir tímabilið þar sem liðið fylgdi þessu eftir með því að tapa næstu 2 leikjum áður en að torsóttur sigur gegn Afríku vannst 1-0. Eftir það fylgdu 6 töp í röð og var tapleikur gegn Afríku þann 21 ágúst sem rak lokanaglan í kistu Elvars Más og var hann látinn taka poka sinn eftir þann leik. Héðinn Harðarson og Gísli Þór Brynjarsson tóku við liðinu út tímabilið, og vannst frækinn sigur gegn GG, 2-1 í fyrsta leik undir þeirra stjórn. Eftir þann sigur fylgdu hinsvegar 2 erfiðir leikir gegn ÍH og KFS sem bæði fóru upp í 3 deild sem töðpuðust. Síðasti leikur tímabilsins gegn Vatnaliljum endaði síðan með jafntefli í spennandi leik.

2021[breyta | breyta frumkóða]

Tímabilið 2021 er merkilegt fyrir margar sakir en þar vannst fyrsti titill í sögu félagsins. Covid hafði minni áhrif en áður og spilaði félagið loksins almennilegt undirbúningstímabil. Liðið réði Sigurð Donys sem þjálfara fyrir tímabil og til að byrja með var Liam Killa til aðstoðar. Liðið byrjaði tímabilið á að spila í Boreal cup sem er æfingamót fyrir lið í 4. Deild og geði liðið sér lítið fyrir og sigraði mótið. Næst tók við lengjubikarinn í fyrsta skipti hjá félaginu(aðeins einn leikur var spilaður árið á undan) þar voru spilaðir 2 leikir gegn Ými sem vannst 3-1 og jafntefli við Hvíta Riddarann sem fór 1-1. Eftir þessa leiki var aftur tekin ákvörðun um að slútta lengjubikarnum og því kom ekkert meira úr þeirri keppni. Næst tók við bikarinn þar sem félagið fékk nágranna sína í Ægi en liðið tapaði leiknum 4-0. Liðið fór með mikið sjálfstraust inn í mótið eftir gott undirbúningstímabil en var fljótlega kippt niður á jörðina. Liðið tapaði 2-0 í fyrsta leik gegn Hamri og fylgdi því eftir með því að tapa stórt fyrir KH 6-0. Liðið vann þó næsta leik 7-1 og menn aftur orðnir bjartsýnir. En töpuðu samt sem áður næsta leik 1-2 gegn SR og gerðu svo jafntefli við Smára 1-1. Eftir það kom 8-0 sigur gegn Gullfálkanum og þar með einu sigrar liðsins hingað til stórsigrar. Liðið gerði síðan tvö góð jafntefli við sterk lið Skallagríms og Hamar og en töpuðu illa fyrir stokkseyri á milli leikja, liðið fylgdi því svo eftir með naumu tapi gegn sterku liði KH. Góðum frammistöðum fylgdi þó mikill skellur þar sem liðið tapaði óvænt 2-3 á heimavelli gegn botnliði KFB. Eftir það varð mikil breyting á liðinu og unnust sigrar gegn SR 0-2, 1-0 sigur gegn Smára og síðan 3-1 sigur á heimavelli gegn Skallagrím. Liðið endaði síðan tímabilið á tæpu jafntefli gegn Stokkseyri og endaði liðið í 4 sæti síns riðils, töluvert betri árangur en árið áður.

2022[breyta | breyta frumkóða]

Tímabilið 2022 var hið eftirminnilegasta hingað til. Undirbúningstæimabilið var skrýtið og einkenndist af því að Sigurður var látinn taka pokann sinn í janúar og æfði liðið lítið. Þetta sást greinilega í lengjubikar hjá liðinu þar sem liðið var ekki í formi en náðu þó í fín úrslit miðað við aðstæður. Liam Killa kom til baka eftir að hafa hætt sem aðstoðarþjálfsri liðsins árið áður og tók við af Donna. Allt undirbúningstímabilið fór því í að koma mönnum í stand fyrir komandi tímabil. Liðið vann sigra gegn Afríku og SR og gerðu jafntefli við nágranna sína í KFR. Liðið spilaði þó mjög svo eftirminnilegan leik við Álftanes þar sem liðið tapaði naumlega 5-3 þar sem fyrirliði liðsins Guðjón Örn skoraði 3 sjálfsmörk og Boca Daniel bætti við einu sjálfsmarki. Liðið kom fullt af sjálfstrausti inn í bikarkeppnina og vannst frækinn 5-8 sigur gegn Kríu þar sem nýju mennirnir "Quico" og George voru allt í öllu, ekki í fyrsta skipti. Liðið var dregið gegn Reyni S. sem spilaði 2 deildum ofar í næstu umferð og fór liðið alla leiðina í framlengingu áður en liðið fékk 4 mörk á sig 0-4 tap. Eftir langt strembið og skrýtið undirbúningstímabil var loksins komið að deildarkeppninni. Liðið vann öruggan 1-4 sigur á Létti þar sem George skoraði 3, ekki í fyrsta skipti. Næst var tekið á móti Berserkjum þar sem vannst stærsti sigur liðsins í sögunni hingað til, 9-0. Þessum sigrum fylgdu síðan 3 stórsigrar í röð gegn KM, KB og Höfnum áður en heimsótt var Álftanes þar sem liðið kom til baka og vann frækinn 3-4 sigur. Næsti leikur var gegn nágrönnum liðsins í Árborg sem tapaðist naumlega í 2-3 í æsispennandi leik. Liðið vann svo restina af leikjum sínum hver á fætur öðrum í miklum markaveislum þar sem liðið skoraði yfirleitt 5 mörk eða fleirri í leik og varð sá stærsti gegn KM 0-10 á útivelli. Eftir að hafa unnið riðilinn með miklu yfirburðum þar sem George skoraði 41 mark tók við úrslitakeppni um að komast upp um deild. Keppnin varð eftirminnileg fyrir rangar sakir. Liðið tapaði 8-0 gegn Árbæ í fyrri leiknum og nánast öll von úti. Liðið kom þó til baka og vann seinni leikinn 2-0 á heimavelli og bjargaði andliti að eitthverju leiti. 14 sigrar í 16 2 töp og 80 mörk skorað í þeim 16 leikjum en eftirminnilegasta tímabilið verður oft minnst fyrir stórtapið gegn Árbæ.

Leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Meistaraflokkur[breyta | breyta frumkóða]

No Pos Nation Player No Pos Nation Player
1 GK Björn Mikael

Karelsson

11 FW Sergio Fuentes Jorda
2 DF Gústaf Sæland 12 DF Sölvi Freyr Jónasson
3 DF Daði Kolviður Einarson 13 MF Sigurjón Reynisson
4 DF Gísli Þór Brynjarsson 14 FW Máni Snær Benediktsson
5 MF Francisco Vano Sanjuan 16 DF Matthías Jens Ármann
6 MF Guðjón Örn Sigurðarsson 17 DF Guðmundur Aron Víðisson
7 FW George Razvan Chariton 19 DF Arnar Einarsson
8 MF Tomas Stitelmann 21 DF Helgi Valdimar Sigurðsson
22 FW Sólmundur Magnús Sigurðarson
9 FW Pétur Geir Ómarsson 23 MF Tómas Ingi Ármann
10 DF Víkingur Freyr Erlingsson 25 GK Bjarni Rúnarsson

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Heimasíða Uppsveita