Íðusdagur
Útlit
Íðusdagur (eða íðus) (latína: Idūs) var dagur í Róm til forna sem kom upp á 15. degi mars, maí, júlí og október en var 13. dagur annarra mánaða ársins. Íðusdagur marsmánaðar 44 árum f.Kr. var sá dagur sem Júlíus Caesar var myrtur .
Í gömlum bókum íslenskum er oft talað um íðus(dag) og þegar átt var um daga fyrir íðus var það gert með vissum hætti. Ef talað var um fjórða íðus(dag) september var átt við 9. september. Það útskýrist þannig: Íðus september kom upp á 13. september og fjórum dögum áður var 9. september. Áttundi íðus(dagur) mars var því 7. mars, o.s.frv. Oft var það skráð með latneskum hætti, eins og t.d.:
- „Það sumar hvarf Ólafur konungur af Orminum langa suður við Svoldur fjórða idus Septembris“.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Kalendas, fyrsti dagur hvers mánaðar.
- Nónas, níundi dagurinn fyrir íðusdag.
- Rómverska almanakið