Fara í innihald

Æðsti strumpur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Æðsti strumpur (franska: Le Schtroumpfissime) er önnur bókin í ritröðinni um Strumpana og kom út árið 1963. Listamaðurinn Peyo teiknaði og samdi söguna í samvinnu við Yvan Delporte. Hún var jafnframt fyrsta strumpabókin sem kom út á íslensku árið 1979.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Sagan Æðsti strumpur hefst þegar yfirstrumpurinn yfirgefur þorpið og strumparnir ákveða að kjósa þurfi æðstráðanda í fjarveru hans. Við tekur kostuleg kosningabarátta sem lýkur með sigri eins í hópnum. Metorðin stíga honum þó til höfuðs og hann tekur sér fljótlega alræðisvald í þorpinu. Æðsti strumpur lætur krýna sig konung og reisir sér víggirta höll. Andspyrnuhreyfing rís upp og fylkingingum lýst saman í bardaga, þegar yfirstrumpur snýr aftur til þorpsins og allt fellur í ljúfa löð.

Strumfónían er stutt aukasaga sem fylgir ævintýrinu um Æðsta strump. Þar segir frá laglausum strumpi sem leikur á trompet í hljómsveit strumpaþorps. Hann er rekinn á brott, þar sem Kjartan galdrakarl kemst á snoðir um vandræði hans. Kjartan, dulbúinn sem skógardís, færir strumpinum flautu sem svæfir hvern þann er á hlýðir. Íbúar strumpaþorpsins falla í dásvefn, en hinum ólánlega trompetleikara tekst að snúa á Kjartan og vekja strumpana aftur til lífsins.

Íslensk útgáfa

[breyta | breyta frumkóða]

Bókin kom út á vegum Iðunnar árið 1979 í samvinnu við danska forlagið Carlsen. Þýðingin var gefin út undir dulnefninu Strumpur.