Áttundi viðauki stjórnarskrár Írlands
Útlit
(Endurbeint frá Áttundi Viðauki Stjórnarskráar Írlands)
Áttundi viðauki á stjórnarskrá Írlands árið 1983 breytti stjórnarskrá Lýðveldisins Írlands með því að viðurkenna að þunguð kona og ófætt barn ættu sama rétt til lífs. Fóstureyðing hafði verið refsiverður glæpur á Írlandi síðan 1861; viðaukinn tryggði að túlkun laga og dómstóla væri að fóstureyðing væri aðeins leyfð í aðstæðum þar sem líf þunguðu konunnar var í hættu. Hann var samþykktur í kosningum þann 7. september 1983 og undirritaður í lög þann 7. október 1983.
Þann 25. maí 2018, var samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu að fella úr gildi bann á fóstureyðingu.