Fara í innihald

Mítlar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Áttfætlumaurar)
Mítlar
Tímabil steingervinga: Snið:Fossil range
Mítill af ættkvíslinni Tuckerella.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Arthropoda
Undirfylking: Chelicerata
Flokkur: Arachnida
Undirflokkur: Acari
Leach, 1817
Superorders

Mítlar (fræðiheiti: Acari) eru smáar lífverur, oftast minna en 1 sm á lengd. Bolur þeirra er stuttur og breiður og mynda munnlimir oft eins konar rana sem ætlaður er til að sjúga með. Mítlar eru af ættbálknum Acarina sem merkir höfuðlaus. Þeir tilheyra flokki áttfætlna (Arachnida), sem að grunnformi hafa tvískiptan bol, en hjá mítlunum eru frambolur og afturbolur samvaxnir þannig að þeirra sjást lítil skil. Sumir mítlar hafa harða skel en hjá öðrum er líkaminn mjúkur. Margir mítlar lifa sníkjulífi á öðrum lífverum en aðrir eru rotverur.

Mítla er m.a. að finna í jarðvegi og í sjó og vötnum. Á íslensku eru þeir stundum nefndir maurar eða lýs, sbr. fjárkláðamaurinn (Dermatocoptes communis) og lundalúsina (Ixodes uriae), sem hvort tveggja eru mítlar. Mítlar voru til skamms tíma nefndir áttfætlumaurar.