Áslaug kráka
Útlit
(Endurbeint frá Áslaug Sigurðardóttir)
Áslaug kráka eða Áslaug Sigurðardóttir var seinni eiginkona Ragnars loðbrókar. Synir þeirra voru Ívar beinlausi, Sigurður ormur í auga, Björn járnsíða og Hvítserkur.
Áslaug var sögð dóttir Sigurðar Fáfnisbana og skjaldmeyjarinnar Brynhildi Buðladóttur, en fóstruð af föður Brynhildar, Heimi konungi. Er hún nefnd í Eddukvæðum, Völsunga sögu og Ragnars sögu loðbrókar.