Sigurður ormur í auga
Útlit
Sigurður ormur í auga var einn af sonum Ragnars loðbrókar og Áslaugar Kráku. Hann er einn af söguhetjum fornaldarsagnanna Ragnars saga loðbrókar og Þáttur af Ragnars sonum. Áður en hann fæddist upplýsti móðir hans að hún væri dóttir Sigurðar Fáfnisbana og Brynhildar Buðladóttur. Því til sönnunar spáði hún að sonur hennar myndi fæðast með frægðarmerki í auga. Þegar hann fæddist sást í auga hans ormur og af því fékk hann viðurnefni sitt en var sjálfur nefndur í höfuð afa síns.