Ásaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásaskóli í Gnúpverjahreppi er elsti heimavistar-barnaskóli landsins, byggður 1923. Hann er í landi Ása, á eyrum Kálfár. Í Ásaskóla er nú búið og hafa miklar endurbætur verið gerðar á húsnæðinu, sem var í niðurníðslu. Gnúpverjaskóli tók við af honum sem grunnskóli sveitarinnar árið 1986.

Húsnæðið[breyta | breyta frumkóða]

Á lofti skólans var heimavistin og vistarverur barnanna. Þau dvöldust að jafnaði í skólanum í tvær vikur í senn. Á neðri hæð eru eldhús, skólastofur og salur. Úti var stór flöt og áhorfendapallar í brekkunni fyrir ofan.