Ársreikningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ársreikningur er yfirlit sem sýnir niðurstöðu rekstrar og eignir í lok tímabils fyrir það fyrirtæki eða félagasamtök sem gefa hann út. Ársreikningur er gefinn út einu sinni á ári og nær yfir eitt rekstrarár. Hann er oftast borinn undir aðalfund til samþykktar.

Ársreikningur samanstendur venjulega af rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymisyfirliti, skýringum, samþykkt stjórnar og áritun endurskoðanda.