Fara í innihald

Ályktun Sameinuðu þjóðanna 68/262

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 68/262 var samþykkt þann 27. mars 2014 á sextugasta og áttunda fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014 og ber yfirskriftina „Landamærahelgi Úkraínu“ (enska: Territorial Integrity of Ukraine). Ályktunin, sem er leiðbeinandi, var studd af 100 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og staðfesti stuðning þeirra á tilkalli Úkraínu til alls landsvæðis innan alþjóðlegra viðurkenndra landamæra. Jafnframt var áhersla lögð á að þjóðaratkvæðagreiðslan sem Rússar stóðu fyrir á Krímskaga árið 2014 um innlimun Krímskaga sem sjálfsstjórnarríki í rússneska sambandsríkið væri ólögmæt. Ellefu þjóðir kusu gegn ályktuninni, en 58 sátu hjá og ennfremur voru 24 ríki fjarverandi þegar atkvæði áttu sér stað.

Ályktunin var kynnt af Kanada, Kosta Ríka, Þýskalandi, Litháen, Póllandi og Úkraínu.[1] Samþykkt ályktunarinnar kom í kjölfar árangurslausra tilrauna öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að leysa Krímskagakreppuna. Öryggisráðið hafði komið sjö sinnum saman til að finna lausn á málinu en Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öll skiptin.[2]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „UN General Assembly adopts resolution affirming Ukraine's territorial integrity“. Xinhua. 28. mars 2014. Sótt 30. mars 2014.
  2. „Backing Ukraine's territorial integrity, UN Assembly declares Crimea referendum invalid“. UN. 27. mars 2014. Sótt 30. mars 2014.